Skilmálar Eyrin Heilsurækt

Binditími og greiðslur

Með inngöngu skuldbindur meðlimur sig til að vera aðili í lágmarkstíma samkvæmt samningnum. Mánaðarlegt gjald er innheimt með reikningi í heimabanka fyrir áskriftir. Til að koma í veg fyrir sjálfkrafa endurnýjun við lok binditíma þarf að segja samningi upp skriflega.

Innheimta og verðbreytingar

Reikningar eru sendir síðari hluta hvers mánaðar sem fyrirframgreiðsla næsta mánaðar. Á meðan á bindi tímanum stendur er mánaðargjald fast. Eyrin Heilsurækt getur breytt gjaldskrá að loknum binditíma, með minnst eins mánaðar fyrirvara. Tilkynningar um verðbreytingar eru sendar meðlimum með tölvupósti.

Uppsagnarfrestur og framlenging

Samningar með binditíma: Uppsagnarfrestur er þrír mánuðir. Uppsögn tekur ekki gildi fyrr en að loknum binditíma.

Ótímabundnir samningar: Uppsagnarfrestur er tveir mánuðir, sem miðast við mánaðamót, óháð því hvaða dag uppsögn berst.

Endurgreiðslur og greiðslufrestur

Ekki er veitt endurgreiðsla fyrir tímabil sem meðlimur nýtir sér ekki nema með framvísun læknisvottorðs vegna alvarlegra veikinda eða vottorðs fyrir barnshafandi konur. Skila þarf slíkum vottorðum innan 30 daga frá þeim tíma sem frestur er óskaður fyrir.

Vanskil og viðurlög

Ef meðlimur greiðir ekki umsamið gjald er Eyrin heimilt að setja alla ógreidda upphæð samnings í innheimtu eða skuldfæra sjálfkrafa með áföllnum kostnaði. Einnig eru fríðindi tekin af meðlimum þar til öll vanskil hafa verið greidd. Í vanskilatilfellum sendir Eyrin meðlimum tilkynningu með tölvupósti áður en aðgerðir eru teknar.

Ábyrgð

Meðlimir stunda æfingar á eigin ábyrgð. Eyrin ber enga ábyrgð á eignum eða fatnaði iðkenda, hvorki í tækjasal, opna salnum, búningsherbergjum eða annarsstaðar.

Framsal: Samning má framselja einu sinni á binditíma gegn 7.000 kr. gjaldi, en hafa þarf samband í tölvupóst til að fá staðfestingu á framsali og uppfærslu samnings.

Skráning:

Meðlimir skulu skrá sig í Wodify eða með samskiptum við þjálfara. Wodify-kerfið auðveldar skráningu og eftirlit með þátttöku.

Aðgangur barna

Börn eru ávallt á ábyrgð forráðamanns. Þau mega ekki vera á æfingasvæðum nema í fylgd með forráðamanni og í samræmi við reglur æfingasvæðisins.

Umgengnisreglur og viðurlög

Meðlimir skulu fylgja umgengnis og siðareglum, koma vel fram við aðra, ganga vel um búnað og tæki, og þrífa strax eftir notkun. Brot á reglum eða misnotkun á aðgangskorti getur leitt til tafalausrar uppsagnar. Meðlimur fær aðvörun við fyrsta brot, en í alvarlegum tilfellum getur uppsögn verið tafarlaus.

Viðurlög vegna alvarlegra brota

Aðgangur getur verið lokaður tafarlaust:
Ef skemmdarverk eru unnin á búnaði eða aðstöðu
Ef meðlimur sýnir fram á slæma framkomu við þjálfara, aðra iðkendur eða gesti
Ef grunur vaknar um ofbeldi getur Eyrin Heilsurækt fryst kort viðkomandi á meðan rannsókn fer fram.

Binditími fyrir mismunandi samninga

Aðgangur með uppsagnarfresti: 4 mánuðir

Aðgangur án uppsagnarfrests: 3 mánuðir

Árskort: gildir í eitt ár frá dagsetningu við kaup

Aðrar áskriftir eru án bindingar nema annað sé tilgreint

Tilkynningar og samskipti

Öll samskipti varðandi samninga, uppsagnir og breytingar á greiðslufyrirkomulagi fara fram með tölvupósti. Meðlimir bera ábyrgð á því að gefa upp rétt netfang og tilkynna um breytingar á netfangi.