black and white bed linen

Þjálfararnir

Frábær hópur þar sem þú ert í fyrsta sæti!

Kynntu þér metnaðarfullu þjálfarana okkar

Þjálfarar okkar sérhæfa sig í hagnýtri líkamsrækt og veita persónulega leiðsögn í líkamsræktaraðstöðu sem er opin allan sólarhringinn. Kynntu þér hvernig þeir geta hjálpað þér að ná þínum líkamsræktarmarkmiðum í dag!

150+

11

Þjálfarar

Iðkendur

Frábæra fólkið okkar

Sérfræðingar í þjálfun sem eru staðráðnir í að bæta þína heilsu í dag.

Katrín

Yfirþjálfari og eigandi

Laufey

Framkvæmdasjóri og eigandi

Anna Steinunn

Verkefnastjóri og eigandi

Katrín er ÍAK styrktarþjálfari og hefur setið ýmis námskeið tengd þjálfun. Hún hefur einbeitt sér að þjálfun krakka og unglinga síðustu ár en hefur einnig lagt mikla áherslu á að styðja fólk skynsamlega af stað og koma í veg fyrir meiðsl


Laufey er ÍAK Einkaþjálfari, Heilsunuddari og Body Reroll þjálfari. Hennar helsta markmið er að hjálpa fólki að finna sig í hreyfingu og líða vel í sínum líkama.

Anna Steinunn er með BA í Félagsráðgjöf og Þroskaþjálfa fræðum, ásamt því að vera með diplómu í Fötlunarfræði. Hún hefur stundað crossfit síðastliðin 7 ár. Hennar helstu markmið er að bæta heilsu þeirra sem koma til okkar að æfa.

Aðalsteinn


Umsjónamaður Fasteigna og eigandi

Bergsteinn

Umsjónamaður búnaðar og eigandi

Helgi Laxdal


Stjórnarformaður og eigandi

Aðalsteinn er menntaður rafvirki og vinnur sem slíkur hjá Alcoa Fjarðaál. Markmið hans eru að bæta aðstöðuna fyrir fólk sem vill koma og hreyfa sig í skemmtilegum félagsskap

Bergsteinn Ingólfsson, fæddur 1988. Giftur Önnu Steinunni Árnadóttur og saman eigum við þrjú börn. Mínar vonir standa til þess að starfsemi Eyrarinnar verði ómissandi partur af heilsurútínu fólks. Alveg óháð bakgrunni og reynslu. Því hér verður eitthvað fyrir alla!


Helgi er áhugamaður um styrk og liðleika sem getur stutt þig í að styrkjast og liðkast. Hefur stundað ýmsa hreyfingu t.d. Taekwondo, Karate, Kraftlyfingar ofl, hefur einnig tekið ýmis námskeið tengd lyftingum, ketilbjöllum, þjálfarafræðum ofl. Er reglulega með lyftinganámskeið og tekur að sér litla hópa í styrktar og liðleika þjálfun.


Michal


Coach

Birna

Þjálfari

Elísabet


Þjálfari

CrossFit Level 2 Trainer with 10+ years experience in coaching groups and individuals. Specialized in endurance, thanks to 12+ years into cycling training. Focuses on proper technique and maximizing performance during workouts. And that smile! You cannot miss it!

Birna er mikil áhugamanneskja um kraft- og ólympískar lyftur. Hún situr sem formaður í stjórn Lyftingafélags Reyðarfjarðar, hefur æft Crossfit síðan 2015 og sótti sér þjálfararéttindi við það árið 2019 en var þar fyrir með fókus á að æfa kraftlyftingar. Hún hefur mikinn metnað fyrir því að fínstilla lyftur hjá iðkendum og ná fram gæðalyftum.

Elísabet hefur áratuga reynslu af þjálfun. Hún lærði hóptímaþjálfun og tók réttindi í einkaþjálfun er hún byrjaði að starfa hjá Hreyfingu. Hún flutti til Reyðarfjarðar 2007 og hefur verið með lokuð námskeið fyrir konur og opna tíma í bland. Það skemmtilegasta sem hún gerir er að þjálfa í góðum og kröftugum hópi. Auk þess að þjálfa hefur hún ástríðu af fjallahlaupum og skíðum og að sjálsögðu að vera með sínum nánustu

Rakel

Þjálfari

Ert þú þjálfari


Hafðu samband og sjáum hvað við getum gert saman!

woman kneeling beside man
woman kneeling beside man

Magnús er verkfræðingur og gerir allt 100% og það á einnig við um lyfturnar þínar! Hann hefur unnið "Most consistant champion" í stöðinni í fjögur ár í röð og því má læra margt af meistaranum!

Rakel er mikil áhugamanneskja um CrossFit, Ólympískar lyftingar, almenna heilsu og hreyfingu. Hún hefur stundað lyftingar og CrossFit í fjöldamörg ár, er lærður einkaþjálfari og hefur sótt sér ýmis önnur réttindi tengd þjálfun, þar á meðal CrossFit Level 1. Rakel leggur mikla áherslu á að framkvæma lyftur á réttan og öruggan hátt. Rakel flutti til Fáskrúðsfjarðar 2011, rekur sitt eigið fyrirtæki sem innanhúshönnuður og vinnur einnig í hlutastarfi sem Gæðastjóri hjá Meta.

Það er einstök stemming hjá Eyrinni þar sem tækifærin eru óendanleg! Frábær félagsskapur og jákvætt andrúmsloft!

Magnús


Þjálfari